Jæja sko.....
....sumarið er komið í Englandi!! Það er búið að vera svakalegur hiti, um 27-30 stig og sól, geggjað alveg hreint, var að enda við að borða ís í boði Icelandair, mmmmm karamellu galaxy ís, svona á þetta að vera, og ekki verra að ég borðaði brjálaðan borgara á Ultimate burger í hádeginu!! Jammí....... Föstudagar eru sukkdagar í vinnunni, eða allavega formlega heh.....
Anyways Ragnhildur mín er farin frá mér, hún fór miðvikudaginn í seinustu viku og er þetta tíundi dagurinn án hennar, gráááát!!!!! Ég lifi þetta nú alveg af, en sakna hennar mjög mikið, hún ætlar nú að koma til mín í heimsókn í haust! Þá verður farið á Barfly og drukkið sig í ræsið eins og okkur er lagið.
En ég fór á djammið seinasta föstudag með Þórunni, í svokallað háskólapartý sem hún skipulagði ásamt vinkonu sinni, og djí maður, fullt af mat frá fullt af löndum, þar á meðal Íslandi, hún Þórunn litla smurði flatkökur og samlokur með laxi, og auðvitað hakkaði ég því í mig ásamt öðru, og svo var þessu skolað niður með alkóhóli, t.d. Opal skotum, mmmm. Svo fórum við á klúbb sem spilaði svona allt í læ músik, en hey það var allavega nóg af froðu þannig maður var vel blautur!! Leið eins og ég væri á Ibiza eða eitthvað álíka, en það var allavega dansað mikið og vöknuðum við Þórunn með mikla strengi í hálsinum því við slömmuðum svo mikið. Svo á leiðinni heim eða réttara sagt á mcdonalds, við vorum svo svangar eftir þessa stórkostlegu dansa okkar, þá var mér næstum því rænt. Löbbuðum hlið við hlið og þá kom gaur við hliðina á og byrjaði að spjalla við okkur, spurði hvaðan við værum og svona, og svo bara allt í einu var ég bara, bíddu, vá hvað taskan mín er allt í einu létt, þá var bara annar gaur búinn að lyfta töskunni minni og byrjaður að renna rennilásnum!!! en hann komst ekki lengra, ég tjúllaðist gjörsamlega, ýtti í hann og kallaði hann öllum illum nöfnum og hinn bara strunsaði í burtu. Þetta var alveg planað hjá þeim greinilega. Helvítis helvíti, ég var svo reið!!!
Jæja ég jafnaði mig nú fljótt.
Svo var bara þetta geggjaða veður alla helgina, lá í Embankment park með Þórunni og fórum svo á æðislega sætan lítinn veitingastað og fengum okkur osta og brauð og salat og svona, oh þetta var svo næs, mér leið bara eins og ég væri í útlöndum! hí hí!
Heyriði krakkar mínir haldiði ég hafi nú svo ekki fengið slátur á þriðjudaginn! Venni sem vinnur með mér átti frosið slátur og bauð hann mér til sín í mat þessi elska, hann elskar slátur jafnmikið og ég, eða svona næstum því. Þannig þetta var alveg dýrindis kvöld hjá okkur og vorum við auðvitað með rófur og kartöflur með þessu, oh nammi namm fæ vatn í munninn við tilhugsunina. Í forrétt borðuðum við soðna ss pulsu með tómatsósu, gerist ekki betra.
Svo gerði ég eitt rosalega sniðugt í vikunni, skráði mig á dvd rental list hjá Amazon.com, fæ 6 myndir á mánuði fyrir 10 pund, og vel ég bara þær myndir sem ég vil og eru þær sendar til mín í vinnuna, og enginn spes skilafrestur. Svo þegar ég er búin að horfa á myndina þá hendi ég henni í næsta póstkassa sem er by the way fyrir utan húsið mitt!! Ekkert smá næs.
Eftir eina mínútu er ég komin í helgarfrí, það er fokking geggjað veður, fer til Cambrigde í fyrramálið, spáð 30 stiga hita um helgina og sól, ég ætla semsagt að liggja í sólbaði með Ingibjörgu og drekka bjór, svo kíkir maður nottla á djammið um kvöldið.
Góða helgi ástirnar!
ta ta