Eva Wonderwoman

föstudagur, júní 09, 2006

Jæja sko.....

....sumarið er komið í Englandi!! Það er búið að vera svakalegur hiti, um 27-30 stig og sól, geggjað alveg hreint, var að enda við að borða ís í boði Icelandair, mmmmm karamellu galaxy ís, svona á þetta að vera, og ekki verra að ég borðaði brjálaðan borgara á Ultimate burger í hádeginu!! Jammí....... Föstudagar eru sukkdagar í vinnunni, eða allavega formlega heh.....
Anyways Ragnhildur mín er farin frá mér, hún fór miðvikudaginn í seinustu viku og er þetta tíundi dagurinn án hennar, gráááát!!!!! Ég lifi þetta nú alveg af, en sakna hennar mjög mikið, hún ætlar nú að koma til mín í heimsókn í haust! Þá verður farið á Barfly og drukkið sig í ræsið eins og okkur er lagið.
En ég fór á djammið seinasta föstudag með Þórunni, í svokallað háskólapartý sem hún skipulagði ásamt vinkonu sinni, og djí maður, fullt af mat frá fullt af löndum, þar á meðal Íslandi, hún Þórunn litla smurði flatkökur og samlokur með laxi, og auðvitað hakkaði ég því í mig ásamt öðru, og svo var þessu skolað niður með alkóhóli, t.d. Opal skotum, mmmm. Svo fórum við á klúbb sem spilaði svona allt í læ músik, en hey það var allavega nóg af froðu þannig maður var vel blautur!! Leið eins og ég væri á Ibiza eða eitthvað álíka, en það var allavega dansað mikið og vöknuðum við Þórunn með mikla strengi í hálsinum því við slömmuðum svo mikið. Svo á leiðinni heim eða réttara sagt á mcdonalds, við vorum svo svangar eftir þessa stórkostlegu dansa okkar, þá var mér næstum því rænt. Löbbuðum hlið við hlið og þá kom gaur við hliðina á og byrjaði að spjalla við okkur, spurði hvaðan við værum og svona, og svo bara allt í einu var ég bara, bíddu, vá hvað taskan mín er allt í einu létt, þá var bara annar gaur búinn að lyfta töskunni minni og byrjaður að renna rennilásnum!!! en hann komst ekki lengra, ég tjúllaðist gjörsamlega, ýtti í hann og kallaði hann öllum illum nöfnum og hinn bara strunsaði í burtu. Þetta var alveg planað hjá þeim greinilega. Helvítis helvíti, ég var svo reið!!!
Jæja ég jafnaði mig nú fljótt.
Svo var bara þetta geggjaða veður alla helgina, lá í Embankment park með Þórunni og fórum svo á æðislega sætan lítinn veitingastað og fengum okkur osta og brauð og salat og svona, oh þetta var svo næs, mér leið bara eins og ég væri í útlöndum! hí hí!
Heyriði krakkar mínir haldiði ég hafi nú svo ekki fengið slátur á þriðjudaginn! Venni sem vinnur með mér átti frosið slátur og bauð hann mér til sín í mat þessi elska, hann elskar slátur jafnmikið og ég, eða svona næstum því. Þannig þetta var alveg dýrindis kvöld hjá okkur og vorum við auðvitað með rófur og kartöflur með þessu, oh nammi namm fæ vatn í munninn við tilhugsunina. Í forrétt borðuðum við soðna ss pulsu með tómatsósu, gerist ekki betra.
Svo gerði ég eitt rosalega sniðugt í vikunni, skráði mig á dvd rental list hjá Amazon.com, fæ 6 myndir á mánuði fyrir 10 pund, og vel ég bara þær myndir sem ég vil og eru þær sendar til mín í vinnuna, og enginn spes skilafrestur. Svo þegar ég er búin að horfa á myndina þá hendi ég henni í næsta póstkassa sem er by the way fyrir utan húsið mitt!! Ekkert smá næs.
Eftir eina mínútu er ég komin í helgarfrí, það er fokking geggjað veður, fer til Cambrigde í fyrramálið, spáð 30 stiga hita um helgina og sól, ég ætla semsagt að liggja í sólbaði með Ingibjörgu og drekka bjór, svo kíkir maður nottla á djammið um kvöldið.
Góða helgi ástirnar!
ta ta

mánudagur, maí 29, 2006

Yo yo babies.....

aaahhhh allt gott að frétta héðan frá Lundúnum, það er bank holiday hér í dag, útaf uppstigningardegi, frídagar sem er í miðri viku eru færðir yfir á mánudag svo fólk fái langt helgarfrí, svaka heppilegt, skil af hverju þetta er ekki gert heima. Er í smá pásu núna frá því að "flytja", er að skipta um herbergi, er að fara úr kompunni sem ég er búin að vera í síðustu tvo mánuði. Sem þýðir að Ragnhildur er að fara, snökt snökt, ég á svvoooo eftir að sakna hennar. Hún fer núna á miðvikudaginn, ji það verður pínku tómlegt án hennar, en maður verður bara að rífa sig upp úr því og bara gera það besta úr aðstæðunum. Það er nú ekki eins og ég sé palli sem er einn í heiminum. Alls ekki. En það er ekkert mikið svosem búið að gerast, fyrir utan nokkur fyndin atvik í þessu blessaða tjúbi aka neðanjarðarlest. Mikið af klikkuðu fólki hér í þessari borg.
En ég fór þarna til Cambrigde þarsíðustu helgi og það var rosalega gaman, var hjá Ingibjörgu sem átti einmitt afmæli á laugardeginum, og elduðu foreldrar hennar svakalega góðan mat, mmmm svona ekta mömmumat, íslenskt læri og svo framvegis. Alveg yndislegt fólk þar á ferð. Svo var nottla farið á djammið um kvöldið og var það mjög skemmtilegt og athyglisvert, fékk þar að kynnast nokkrum vinum Ingibjargar og Marks sem er kærastinn hennar. Svo vöknuðum við eldhress eða svona nokkurn veginn, heh, klukkan hálf 10 morguninn eftir og brunuðum í Alton Towers sem er huge tívolí og ég auðvitað missti mig í tækjunum, fæ alveg svaka kikk út úr því að fara í svona brjáluð tæki, ohhh mig langar aftur! Svo var spiluð einstaklega skemmtilegt teknó-house músík alla leiðina þangað mér og Ingibjörgu til mikillrar skemmtunar, ferðin tók sko rúma 2 tíma.
Í rauninni er þetta bara vinna hjá mér og djamm og tónleikar, sem mér finnst bara alls ekki slæmt. Við Ragnhildur erum líka búnar að vera smá duglegar að fara út að borða og njóta okkur, þar sem hún er að fara. Svo fórum við stöllur á djammið á föstudaginn, fórum á Barfly á tónleika og Þórunn kom með okkur, og vorum við ansi skrautlegar minnir mig!!! Við vorum svo frekar ónýtar á laugardeginum, en drifum okkur samt í Camden og hellirigningu, djöfulsins dugnaður alltaf á okkur, og var þar verslað smá, ohhh ég elska Camden, bara svona ef ég hef ekki tekið það fram áður......
Í gærkvöldi fórum ég og Þórunn og fengum okkur sushi og nokkra drykki og vorum við að ráðleggja smá plan saman sem ég segi ykkur seinna frá. Þegar við vitum meir.
Já svona er lífið mitt í hnotskurn, er farin að hlakka mjög til að fá Tullu bumbulíus og Ernu til mín í heimsókn 22 júní. Svo eru Guðrún og Gummi að koma til London í lok júlí! oh það verður svo gaman.... En svo ætla ég að kíkja heim í helgarferð 13 júlí og fá eina með öllu nema hráum, og nonnabita, og soðna ýsu með smjöri og kartöflum, og lifrarpylsu og.... úps get alveg gleymt mér í þessu.
Leiter skeiter elskurnar mínar.
Ta ta

þriðjudagur, maí 16, 2006

Ókei nú ætla.......

....ég að drulla smá bloggi frá mér. Ég skil þetta bara ekki, ég kem mér ekki í þetta. En hvað er búið að gerast, nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti og rifja upp. Áfengið hefur slæm áhrif held ég. En allavega ég var að fara til Cambrigde seinast þegar ég bloggaði. Það var alveg mjög fínt þar, djammað of course, étið og skoðað smá bæinn, þar á meðal kíkti maður á fræga háskólann sem er verulega flottur, og það væri ekki slæmt ef maður mundi komast í hann ef maður mundi sækja um! heh! og já eins og ég held ég hafi sagt þá frestaði ég myndatökunni og fór í hana laugardeginum eftir á og mörg ykkar vita allt um það, þetta var bara mjög gaman og skondið hvað þetta er lítill heimur, því stelpan sem var á undan mér var líka íslensk, við mættum eldsnemma um morguninn. Við skiptumst á númerum, þannig það er aldrei vita nema maður hringi í hana. Förum kannski saman í svona VIP partý sem við erum komnar á lista hjá! liggaliggalái!!
Já svo kom þarna ein vika þar sem var geggjað veður, við vorum ótrúlega duglegar að fara niðrí bæ eftir vinnu og í park og svona næserí.
Svo er bara djammað hverja helgi, og verður Camden Town yfirleitt fyrir valinu, það er bara svo gaman þar.
ÚÚúú svo fórum við (þegar ég segi við þá meina ég, ég og Ragnhildur) í Funfair sem var rétt hjá heima hjá okkur, ohhhh það var svo gaman, fórum í tvö tryllitæki, eða svona næstum, fórum allavega mjög hratt og á hvolf. Þetta reyndar minnti mig mjög á farandtívolíð sem var alltaf niðrá höfn! það vantaði bara landabrúsann, þótt ég hafi nú ekki farið með svoleiðis hér á yngri árum, en margir gerðu það!! Og alltaf eru jafn ógeðslegir gaurar að vinna í þessum tívolíum, sem eru svo innilega ekki að nenna að vinna sem eykur ekki alveg á traustið! En við allavega skemmtum okkur þvílíkt vel.
Æji ég hef bara ekkert svo merkilegt að segja. Það er bara rosa fínt hérna, fíla mig alveg í botn! Vantar bara lifrarpylsuna, eina með öllu nema hráum og kókómjólk. Og auðvitað litlu sætu kisuna mína! Svo er Ragnhildur að fara eftir 2 vikur, þannig við erum alltaf að plana allskonar eitthvað að gera áður en hún fer. En svo þarf hún endilega að fara eitthvað til Berlínar um næstu helgi, þannig ég er að spá í að fara til Ingibjargar í Cambrigde, hún á afmæli á laugardeginum þannig það verður tjútt!! Má ekki missa úr helgi sko.
Farin úr vinnunni, oj það er rigning!

föstudagur, apríl 28, 2006

Er nú ekki......

....kominn tími á blogg spyr ég nú sjálfa mig og þið sennilega líka. Júbb, það er allavega verið að hóta manni!! ;) Jæja hvað á ég nú að segja! Það sem mér finnst nú vera mest í fréttum er að Tullan mín og Jónas minn eiga von á litlum erfingja sem eru bara æðislega fréttir, ég er svo svakalega spennt sko, er strax farin að hlakka til að fá að vita kynið og fara í HM og Gap og versla smá föt, oh svo gaman. Hlakka svo til að hitta hana og sjá bumbu! Ji það verður svo skrítið, sérstaklega þar sem ég er búin að þekkja hana síðan við sátum saman hlið við hlið á kopp að gera okkar!! En það sem er að frétta af mér síðan síðast, með þetta módeldæmi, þá var hringt í mig þarna á föstudeginum og ég beðin um að koma í myndatöku fyrir svona möppu og svona prófíl hjá þeim. Þessi samtök heita Zebra Management by the way. Gaurinn bókaði mig bara strax og ég var nú svolítið hissa, þar sem ég hélt nú að þau vildu hitta mig fyrst en þá sagði hann að spottarinn, semsagt konan sem ég hitti væri svona pró og þau treystu henni alveg. Æ fannst það nú eitthvað skrítið, en svona er þetta víst. Þessi myndataka tekur aðeins minnst 4 tíma!! Svo var ég nú að fá bréf frá þeim alla þessa vikuna, og öll bréfin tvisvar sinnum. Þau halda greinilega að ég sé eitthvað treg. En já svo sagði hann, gaurinn, Anthony heitir hann víst, að það væri fullt af vinnu að fá framundan þar sem sumarið er að koma og svona, mesta vinnan yrði í blöðum og catwalking.....ég bara what the fuck!! CATWALKING!! Æ mér finnst þetta bara fyndið eiginlega! Svo sagði hann að ég mundi fá beint borgað frá þeim sem ég væri að sitja fyrir, og svo fær Zebra borgað sér, sem er soldið gott finnst mér! En.....ég frestaði þessari myndatöku þangað til næstu helgi, því ég vil aðeins hugsa mig betur um þetta! Ég er líka komin með helvítis frunsu, sem mér finnst ekki alveg virka í svona myndatökur, æ kann bara ekki við að mæta með vinkonuna svona í fyrstu myndatökuna!! Þannig ég á að fara kl. 10 um morguninn 6 maí. Þetta kemur allt í ljós.
Anyways....við Ragnhildur fórum á djammið seinustu helgi as usual, og fórum á Barfly, þetta er svona allt í móðu, þannig get voða lítið sagt, en það var allavega mjög gaman hjá okkur stöllunum!
Svo fórum við í gær á svona Rollerskating-diskó, sem var algjör snilld, geðveikt gaman, það voru 3 dansgólf eða hjólaskautagólf og þar spiluð mismunandi tónlist. Æji þetta var svo gaman nema í dag er ég búin að vera með strengi á fáránlegum stöðum, og okkur tókst gjörsamlega að hrynja á rassinn, ég einu sinni og Ragnhildur einu sinni, ha ha ha ha....Ragnhildur var fyrir framan mig að skauta og allt bara í gúddí, svo liggur hún bara allt í einu kylliflöt....eða næstum því! hún meiddi sig aðeins meira en ég! hún er búin að vera pínku aum í rassinum í dag þessi elska, svo í þokkabót er hún með hósta og kvef!! Og ég með FRUNSU!! og við erum að fara að djamma um helgina, bæði laugardags og sunnudagskvöld!! Við erum að fara til Cambridge á morgun til vinkonu hennar sem býr þar, Ingibjörg heitir hún og ég efast um að það verði nú leiðinlegt. Hlakka allavega mjög til því ég hef aldrei komið þangað.
Já svo er bara vinnan rosalega fín, er alveg að fíla mig í botn þar!!
Vá ég er búin að vera hérna í 4 vikur, shit hvað þetta er búið að líða hratt!
Hey Ian Brown er með tónleika í sjónvarpinu, verð að horfa á það. Kem með færslu eftir helgina.
Luv.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Það er bara......

....allt að gerast hérna í London, get svo svarið það!! Fékk símtal í dag frá þessum módelsamtökum þarna sem ég sagði ykkur frá í síðustu færslu, og já já, þau vilja fá mig á fund til sín og spurðu mig hvort ég ætti möppu! hahahahahahaaa, ég bara fokk nei, hef nú aldrei gert neitt svona áður, en gaurinn sem talaði með ítölskum hreim sagðist fara á fund í kvöld með einhverju fólki og þá yrði settur niður tími og hann ætlar að hringja í mig aftur á morgun!! Jahá, er þetta eitthvað grín eða??

mánudagur, apríl 17, 2006

Helgin í hnotskurn!

Ahhh þetta eru bara búnir að vera fínir páskar! Var nú ekki lengi að gúffa í mig heilu páskaeggi, málshátturinn sem ég fékk hljóðar svona: Háð er heimskra gaman. En það sem ég er búin að vera að bralla síðan ég skrifaði seinast er nú ekkert svaka mikið, á laugardeginum kíkti ég á Portobello Road markaðinn sem var ágætur, ekki mikið af fötum samt, þannig að það var ekkert keypt. Svo þurfti endilega að byrja að rigna þannig ég fór heim og átti svo quality kvöldstund með meðleigandanum, við horfðum á Chocolate með Johnny Depp og Must love dogs! Aðeins of stelpulegt að hans mati, en hann hafði nú bara lúmskt gaman að þessum myndum. Svo í gær byrjaði dagurinn á því að fá mér páskaegg auðvitað, og ég var þvílíkt að reyna að fela það fyrir meðleigandanum sem by the way heitir Jai, því hann er gjörsamlega vitlaus í íslenskt nammi og hann er alveg búinn að fá nóg af því síðan ég kom. Sko þegar ég kom þá færði ég Ragnhildi páskaegg og hún opnaði það eitt kvöldið og hún bauð honum að smakka, svona upp á kurteisis sakir, og hann settist bara niður og byrjaði að hakka því í sig, og opnaði pokana með namminu í og bara át og át. Þannig ég vildi nú ekki að það mundi gerast aftur, mér er alveg sama ef ykkur finnst það asnalegt, en ég meina, það er ekkert á hverjum degi núna sem ég fæ íslenskt nammi. Svo um kvöldið fór ég í mat til Soffíu sem er að vinna með mér og mannsins hennar, og var það bara yndislegt. Í matinn var læri, brúnaðar kartöflur og rauðkál og alles, svona ekta íslenskt, geggjað gott. Ég þurfti þvílíkt að hemja mig eiginlega, ég get borðað svo hratt nefnilega eins og sumir vita. Svo var bara spjallað og drukkið rauðvín, oh þetta var svo næs. Þau voru voða yndisleg að bjóða mér! Svo í dag fór ég í bæinn, fór á Starbucks sem er inn í bókabúð, þannig maður getur tekið blöð með sér, og ég er búin sitja þarna dágóða stund þegar ég tek eftir því að kona í röðinni til þess að kaupa sér kaffi er að horfa eitthvað á mig, og þegar ég næ augncontacti við hana þá fer hún úr röðinni og labbar í áttina til mín. Ég bara what the fuck, það er svo mikið að crazy fólki hérna. Hún semsagt kemur og segist vera frá módelsamtökum og spyr hvort ég hafi áhuga á að vera á skrá hjá þeim, hún tekur nafnið mitt og símann og spurði hvað ég væri gömul og allt það, og tók svo mynd af mér og lét mig fá nafnspjald! Jahá þar hafið þið það, Eva model to be!!! hmm hmm sé það ekki alveg gerast, en hey sakar ekki að vera á skrá! Já já bíðiði bara, meira sko, ég labbaði svo niður í átt að Covent Garden og er bara að labba og stoppa við búð og er svona að spá í að kaupa mér eitthvað að drekka, er eitthvað voða að spekúlera þá stendur kunnuglegur maður fyrir framan mig og er eitthvað að fikta í símanum sínum, og ég horfði nú soldið á hann....bara djöfull kannast ég við hann og þá fattaði ég!! Sean Bean leikari úr Lord of the rings maður, oh alltaf þótt hann nú soldið flottur. Hann leit upp og horfði á mig og hann fór svolítið hjá sér og brosti svo bara til mín, og þá auðvitað fór ég hjá mér og brosti til baka! Svo fór ég inn í búð og á leiðinni út labbaði einhver gella út á sama tíma og kallaði á hann, semsagt Sean, þar fékk ég þá staðfestingu á að þetta væri pottþétt hann. En jeminn hann er ekki stærri en ég og þvílíkt smár allur og grannur. Hélt svo að hann væri hávaxinn og þéttvaxnari en nei nei. Svo laumaði hann til mín símanúmerinu!
Það var alveg yndislegt veður í dag og labbaði ég að Big Ben, ekki ætlunin, en var að tala við mömmu í símann og strunsaði bara áfram, þannig ég þurfti að snúa við og tók lest frá Leicester Square, það var greinilega einhver Amish samkoma í gangi því þegar leið á lestarferðina var lestinn öll morandi af Amish fólki, bættist alltaf við fleira og fleira og allir eins, allir karlarnir í nákvæmlega eins fötum og börnin voru svona miniútgáfur af fullorðna fólkinu. Mjög skemmtilegt að sjá þetta, og konurnar voru allar með eins klippingu og í eins skóm. Svo drattaðist liðið út hjá Manor House sem er lestarstöðin á undan minni og var ég að spá í að fara út þar til að sjá meira, en kunni ekki alveg við það, hefði kannski gert það hefði ég verið með myndavélina! he he!! iii bara djók, slappiði af!
Jæja nú er ég að þvo, og ætla að fara að horfa á TV. Þetta er orðið fulllangt hjá mér, þannig until next elskurnar.....

föstudagur, apríl 14, 2006

Södd og sæl!

Mmmm var að elda dýrindis máltíð að mínu mati, spaghetti með svona grænu pestói, kryddað með mixed herbs og svo dreift parmesan yfir. Með þessu borðaði ég heitt hvítlauksbrauð. Þvílíkt gott. En því miður borðaði ég nú bara ein þar sem Ragnhildur er á klakanum, frekar tómlegt án hennar, en ég verð að venjast því þar sem hún flytur heim í lok Maí, og ég er eiginlega farin að kvíða fyrir því, það er alltaf svo gaman hjá okkur! En allavega ég fór á djammið í gær með Vennaboy sem er að vinna með mér, ætlaði nú ekkert að djamma en ég, hann og Ragnhildur fengum okkur bjóra eftir vinnu þannig ég ákvað að skella mér bara, fór heim fyrst til að fara í sturtu og skipta um föt, var nú soldið tipsí í sturtunni! Við fórum svo á einhverja staði í Soho sem ég man ekkert hvað heita.
Í dag kíkti ég í bæinn í þessu yndislega veðri og rölti um og kíkti aðeins í búðir, labbaði nú heilmikið þannig að kúlurassinn er allur að koma til. Já, ha ha gleymdi að segja í gær þegar ég var að taka lestina á leið á djammið þá var eldgömul kerling með engar tennur, og með fullt af pokum, hún var svo þvílíkt að tala við sjálfa sig, rífast og skammast og það endaði með því að konan við hliðina á henni spurði hana við hvern hún væri eiginlega að tala, þá sagði gamla konan just my imagination, og þá sagði hin well don´t bother, you´re in a tube now, hún lét þetta fara geðveikt í taugarnar á sér sem ég skil ekki, því mér fannst þetta bara mjög fyndið. Þannig þá svaraði dúllukerlingin bara, já reyndu að segja það við hann og benti svona til hliðar þar sem enginn stóð og fór svo að rífast og skammast við ímyndaða manninn, og segjandi honum að bíða með þetta þangað til þau væru farin úr tubinu!! Æji þetta var svo fyndið, lots of crazy people.
Svo er Tulla litla og Erna að koma til mín 22 júní og verða í nokkra daga, hlakka svo til, þá fæ ég líka meiri lifrarpylsu, namminamminamm. Svo vil ég bara fá fleira fólk til mín í heimsókn.
Over and out að sinni!