Eva Wonderwoman

föstudagur, mars 31, 2006

Jæja jæja...

....gott fólk, þá er maður bara staddur í London, ég og Ragnhildur sitjum hérna báðar á gólfinu í herberginu hennar í sitthvorri tölvunni og erum að nota wireless frá einhverjum öðrum, ekki verra að fá fría nettengingu!! Já maður er bara búin að vera að spóka sig um í borginni og skoða, þá nú mest í búðum en ég er nú bara ekki búin að kaupa neitt nema mat! eitthvað skrítið sko!! því það er nú auðveldlega hægt að missa sig hér! en þetta er fínt þar sem ég bý, fullt af shitti hér í kring, matsölustaðir, búðir, kaffihús, mall og bara name it! Svo kynnti ég Ragnhildi fyrir Poundland, Sigga var búin að segja mér frá þeirri búð, allt svona ódýrt og allt kostar 1 pund, þannig maður getur keypt 8 skeinirúllur á pund!! Já svo kíkti ég í gær í risastóra Topshop á Oxford Circus og varð þvílíkt áttavilt að mér leið eiginlega bara illa og forðaði mér frekar fljótt út, sem er líka eitthvað skrítið, en meðan ég var þar inni tók ég eftir litlum gaur sem var svo að fylgjast með mér og elti mig svona smá, frekar creepy, svo labbaði hann upp að mér að lokum og spurði hvort ég vildi vera hármódel fyrir sig, ég sagði nú nei, og þá fór ég að spá, spurði hann mig af því ég er svo sæt og með fallegt hár, eða finnst honum hárið á mér svona slæmt að hann taldi sig geta gert eitthvað þvílíkt flott!! ég held að það sé það seinna því hárið á mér er ekki upp á sitt besta, frekar slitið sko! en já þetta er semsagt annað skiptið sem ég er spurð hérna í London, var líka spurð fyrir akkurat 10 árum, ha skondið bara! Svo var bara huggulegt hjá okkur Ragnhildi í gær, við elduðum spaghetti og grænmeti og horfðum svo á sex and the city! og við erum svona að velta fyrir okkur núna hvort við eigum að kíkja á djammið, vinir hennar eru að fara á einhverja staði í camden þannig maður veit aldrei.... ég nenni ekki að skrifa meir.
Ég er farin að hugsa og kannski fá mér nóa kropp.
Kv. Eva

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég ætla...

....að byrja að blogga almennilega þegar ég er komin út, þannig þið verðið bara að bíða spennt gott fólk, og ég veit að þið eruð mjög spennt, allavega Tulla! en annars er maður bara á fullu að pakka og stússast, nenni bara ekki að skrifa meira núna, úff byrjar vel maður!!
kv. Eva slefa

laugardagur, mars 04, 2006

Prufa

Bara prófa sko......