Eva Wonderwoman

föstudagur, apríl 28, 2006

Er nú ekki......

....kominn tími á blogg spyr ég nú sjálfa mig og þið sennilega líka. Júbb, það er allavega verið að hóta manni!! ;) Jæja hvað á ég nú að segja! Það sem mér finnst nú vera mest í fréttum er að Tullan mín og Jónas minn eiga von á litlum erfingja sem eru bara æðislega fréttir, ég er svo svakalega spennt sko, er strax farin að hlakka til að fá að vita kynið og fara í HM og Gap og versla smá föt, oh svo gaman. Hlakka svo til að hitta hana og sjá bumbu! Ji það verður svo skrítið, sérstaklega þar sem ég er búin að þekkja hana síðan við sátum saman hlið við hlið á kopp að gera okkar!! En það sem er að frétta af mér síðan síðast, með þetta módeldæmi, þá var hringt í mig þarna á föstudeginum og ég beðin um að koma í myndatöku fyrir svona möppu og svona prófíl hjá þeim. Þessi samtök heita Zebra Management by the way. Gaurinn bókaði mig bara strax og ég var nú svolítið hissa, þar sem ég hélt nú að þau vildu hitta mig fyrst en þá sagði hann að spottarinn, semsagt konan sem ég hitti væri svona pró og þau treystu henni alveg. Æ fannst það nú eitthvað skrítið, en svona er þetta víst. Þessi myndataka tekur aðeins minnst 4 tíma!! Svo var ég nú að fá bréf frá þeim alla þessa vikuna, og öll bréfin tvisvar sinnum. Þau halda greinilega að ég sé eitthvað treg. En já svo sagði hann, gaurinn, Anthony heitir hann víst, að það væri fullt af vinnu að fá framundan þar sem sumarið er að koma og svona, mesta vinnan yrði í blöðum og catwalking.....ég bara what the fuck!! CATWALKING!! Æ mér finnst þetta bara fyndið eiginlega! Svo sagði hann að ég mundi fá beint borgað frá þeim sem ég væri að sitja fyrir, og svo fær Zebra borgað sér, sem er soldið gott finnst mér! En.....ég frestaði þessari myndatöku þangað til næstu helgi, því ég vil aðeins hugsa mig betur um þetta! Ég er líka komin með helvítis frunsu, sem mér finnst ekki alveg virka í svona myndatökur, æ kann bara ekki við að mæta með vinkonuna svona í fyrstu myndatökuna!! Þannig ég á að fara kl. 10 um morguninn 6 maí. Þetta kemur allt í ljós.
Anyways....við Ragnhildur fórum á djammið seinustu helgi as usual, og fórum á Barfly, þetta er svona allt í móðu, þannig get voða lítið sagt, en það var allavega mjög gaman hjá okkur stöllunum!
Svo fórum við í gær á svona Rollerskating-diskó, sem var algjör snilld, geðveikt gaman, það voru 3 dansgólf eða hjólaskautagólf og þar spiluð mismunandi tónlist. Æji þetta var svo gaman nema í dag er ég búin að vera með strengi á fáránlegum stöðum, og okkur tókst gjörsamlega að hrynja á rassinn, ég einu sinni og Ragnhildur einu sinni, ha ha ha ha....Ragnhildur var fyrir framan mig að skauta og allt bara í gúddí, svo liggur hún bara allt í einu kylliflöt....eða næstum því! hún meiddi sig aðeins meira en ég! hún er búin að vera pínku aum í rassinum í dag þessi elska, svo í þokkabót er hún með hósta og kvef!! Og ég með FRUNSU!! og við erum að fara að djamma um helgina, bæði laugardags og sunnudagskvöld!! Við erum að fara til Cambridge á morgun til vinkonu hennar sem býr þar, Ingibjörg heitir hún og ég efast um að það verði nú leiðinlegt. Hlakka allavega mjög til því ég hef aldrei komið þangað.
Já svo er bara vinnan rosalega fín, er alveg að fíla mig í botn þar!!
Vá ég er búin að vera hérna í 4 vikur, shit hvað þetta er búið að líða hratt!
Hey Ian Brown er með tónleika í sjónvarpinu, verð að horfa á það. Kem með færslu eftir helgina.
Luv.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Það er bara......

....allt að gerast hérna í London, get svo svarið það!! Fékk símtal í dag frá þessum módelsamtökum þarna sem ég sagði ykkur frá í síðustu færslu, og já já, þau vilja fá mig á fund til sín og spurðu mig hvort ég ætti möppu! hahahahahahaaa, ég bara fokk nei, hef nú aldrei gert neitt svona áður, en gaurinn sem talaði með ítölskum hreim sagðist fara á fund í kvöld með einhverju fólki og þá yrði settur niður tími og hann ætlar að hringja í mig aftur á morgun!! Jahá, er þetta eitthvað grín eða??

mánudagur, apríl 17, 2006

Helgin í hnotskurn!

Ahhh þetta eru bara búnir að vera fínir páskar! Var nú ekki lengi að gúffa í mig heilu páskaeggi, málshátturinn sem ég fékk hljóðar svona: Háð er heimskra gaman. En það sem ég er búin að vera að bralla síðan ég skrifaði seinast er nú ekkert svaka mikið, á laugardeginum kíkti ég á Portobello Road markaðinn sem var ágætur, ekki mikið af fötum samt, þannig að það var ekkert keypt. Svo þurfti endilega að byrja að rigna þannig ég fór heim og átti svo quality kvöldstund með meðleigandanum, við horfðum á Chocolate með Johnny Depp og Must love dogs! Aðeins of stelpulegt að hans mati, en hann hafði nú bara lúmskt gaman að þessum myndum. Svo í gær byrjaði dagurinn á því að fá mér páskaegg auðvitað, og ég var þvílíkt að reyna að fela það fyrir meðleigandanum sem by the way heitir Jai, því hann er gjörsamlega vitlaus í íslenskt nammi og hann er alveg búinn að fá nóg af því síðan ég kom. Sko þegar ég kom þá færði ég Ragnhildi páskaegg og hún opnaði það eitt kvöldið og hún bauð honum að smakka, svona upp á kurteisis sakir, og hann settist bara niður og byrjaði að hakka því í sig, og opnaði pokana með namminu í og bara át og át. Þannig ég vildi nú ekki að það mundi gerast aftur, mér er alveg sama ef ykkur finnst það asnalegt, en ég meina, það er ekkert á hverjum degi núna sem ég fæ íslenskt nammi. Svo um kvöldið fór ég í mat til Soffíu sem er að vinna með mér og mannsins hennar, og var það bara yndislegt. Í matinn var læri, brúnaðar kartöflur og rauðkál og alles, svona ekta íslenskt, geggjað gott. Ég þurfti þvílíkt að hemja mig eiginlega, ég get borðað svo hratt nefnilega eins og sumir vita. Svo var bara spjallað og drukkið rauðvín, oh þetta var svo næs. Þau voru voða yndisleg að bjóða mér! Svo í dag fór ég í bæinn, fór á Starbucks sem er inn í bókabúð, þannig maður getur tekið blöð með sér, og ég er búin sitja þarna dágóða stund þegar ég tek eftir því að kona í röðinni til þess að kaupa sér kaffi er að horfa eitthvað á mig, og þegar ég næ augncontacti við hana þá fer hún úr röðinni og labbar í áttina til mín. Ég bara what the fuck, það er svo mikið að crazy fólki hérna. Hún semsagt kemur og segist vera frá módelsamtökum og spyr hvort ég hafi áhuga á að vera á skrá hjá þeim, hún tekur nafnið mitt og símann og spurði hvað ég væri gömul og allt það, og tók svo mynd af mér og lét mig fá nafnspjald! Jahá þar hafið þið það, Eva model to be!!! hmm hmm sé það ekki alveg gerast, en hey sakar ekki að vera á skrá! Já já bíðiði bara, meira sko, ég labbaði svo niður í átt að Covent Garden og er bara að labba og stoppa við búð og er svona að spá í að kaupa mér eitthvað að drekka, er eitthvað voða að spekúlera þá stendur kunnuglegur maður fyrir framan mig og er eitthvað að fikta í símanum sínum, og ég horfði nú soldið á hann....bara djöfull kannast ég við hann og þá fattaði ég!! Sean Bean leikari úr Lord of the rings maður, oh alltaf þótt hann nú soldið flottur. Hann leit upp og horfði á mig og hann fór svolítið hjá sér og brosti svo bara til mín, og þá auðvitað fór ég hjá mér og brosti til baka! Svo fór ég inn í búð og á leiðinni út labbaði einhver gella út á sama tíma og kallaði á hann, semsagt Sean, þar fékk ég þá staðfestingu á að þetta væri pottþétt hann. En jeminn hann er ekki stærri en ég og þvílíkt smár allur og grannur. Hélt svo að hann væri hávaxinn og þéttvaxnari en nei nei. Svo laumaði hann til mín símanúmerinu!
Það var alveg yndislegt veður í dag og labbaði ég að Big Ben, ekki ætlunin, en var að tala við mömmu í símann og strunsaði bara áfram, þannig ég þurfti að snúa við og tók lest frá Leicester Square, það var greinilega einhver Amish samkoma í gangi því þegar leið á lestarferðina var lestinn öll morandi af Amish fólki, bættist alltaf við fleira og fleira og allir eins, allir karlarnir í nákvæmlega eins fötum og börnin voru svona miniútgáfur af fullorðna fólkinu. Mjög skemmtilegt að sjá þetta, og konurnar voru allar með eins klippingu og í eins skóm. Svo drattaðist liðið út hjá Manor House sem er lestarstöðin á undan minni og var ég að spá í að fara út þar til að sjá meira, en kunni ekki alveg við það, hefði kannski gert það hefði ég verið með myndavélina! he he!! iii bara djók, slappiði af!
Jæja nú er ég að þvo, og ætla að fara að horfa á TV. Þetta er orðið fulllangt hjá mér, þannig until next elskurnar.....

föstudagur, apríl 14, 2006

Södd og sæl!

Mmmm var að elda dýrindis máltíð að mínu mati, spaghetti með svona grænu pestói, kryddað með mixed herbs og svo dreift parmesan yfir. Með þessu borðaði ég heitt hvítlauksbrauð. Þvílíkt gott. En því miður borðaði ég nú bara ein þar sem Ragnhildur er á klakanum, frekar tómlegt án hennar, en ég verð að venjast því þar sem hún flytur heim í lok Maí, og ég er eiginlega farin að kvíða fyrir því, það er alltaf svo gaman hjá okkur! En allavega ég fór á djammið í gær með Vennaboy sem er að vinna með mér, ætlaði nú ekkert að djamma en ég, hann og Ragnhildur fengum okkur bjóra eftir vinnu þannig ég ákvað að skella mér bara, fór heim fyrst til að fara í sturtu og skipta um föt, var nú soldið tipsí í sturtunni! Við fórum svo á einhverja staði í Soho sem ég man ekkert hvað heita.
Í dag kíkti ég í bæinn í þessu yndislega veðri og rölti um og kíkti aðeins í búðir, labbaði nú heilmikið þannig að kúlurassinn er allur að koma til. Já, ha ha gleymdi að segja í gær þegar ég var að taka lestina á leið á djammið þá var eldgömul kerling með engar tennur, og með fullt af pokum, hún var svo þvílíkt að tala við sjálfa sig, rífast og skammast og það endaði með því að konan við hliðina á henni spurði hana við hvern hún væri eiginlega að tala, þá sagði gamla konan just my imagination, og þá sagði hin well don´t bother, you´re in a tube now, hún lét þetta fara geðveikt í taugarnar á sér sem ég skil ekki, því mér fannst þetta bara mjög fyndið. Þannig þá svaraði dúllukerlingin bara, já reyndu að segja það við hann og benti svona til hliðar þar sem enginn stóð og fór svo að rífast og skammast við ímyndaða manninn, og segjandi honum að bíða með þetta þangað til þau væru farin úr tubinu!! Æji þetta var svo fyndið, lots of crazy people.
Svo er Tulla litla og Erna að koma til mín 22 júní og verða í nokkra daga, hlakka svo til, þá fæ ég líka meiri lifrarpylsu, namminamminamm. Svo vil ég bara fá fleira fólk til mín í heimsókn.
Over and out að sinni!

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Ég......

....vaknaði í morgun með hjartslátt í tánni, ég hélt að þetta væri á góðri leið með að batna, hvað er að gerast!! en mér líður betur núna þar sem ég er búin að fá tvö páskaegg frá vinnunni, í gær fengum við nr. 4 frá nóa og svo í dag nr. 2 frá nóa sem ég er reyndar búin að borða og málshátturinn hljóðar svona: Margt er flugfreyju hjalið. Þetta var svona spes Icelandair páskaegg.
Allavega elskurnar gleðilega páska og hafið það gott, ég mun hugsa til ykkar í betra veðri!
Tsjá hómís....

mánudagur, apríl 10, 2006

Ég biðst.....

...afsökunar á þessu bloggleysi, en það mun batna skal ég segja ykkur. Maður er nú búinn að gera helling á þessum nokkrum dögum, við Ragnhildur erum nú búnar að djamma báðar helgarnar, fyrstu helgina fórum við á Old Street ásamt Þórunni og hennar vinum, fórum á einhvern bar og svo á klúbb sem ég man ekkert hvað heitir! Svo fékk ég viðbjóðslegt sár á tánna mína eftir stígvélin mín sem ætlar bara ekki að gróa, hef aldrei fengið svona slæmt sár eftir skó, og það er stundum hjartsláttur í því og alles, svo erum við búnar að stúdera Camden markað vel, þræða allar second hand búðirnar sem eru bara geggjaðar, svo erum við líka búnar að fara á Brick lane sem mér finnst ekki vera jafn skemmtilegur, þannig í dag stendur Camden upp úr.
Seinasta laugardag fórum við einmitt að djamma í Camden, á Barfly sem er mjög fínn tónleikastaður. Þannig næsta skref er eiginlega bara að flytja í Camden, en kannski ekki alveg málið núna, ég mundi þá vilja hafa Ragnhildi mína með en hún ætlar að yfirgefa mig núna í lok maí, sem verður örugglega skrítið þar sem við gerum allt saman, við búum saman, vinnum saman, borðum saman og það sama, og við erum farnar að geta lesið hugsanir hvor annarar, og það er alltaf jafn gaman hjá okkur, hef ekki hlegið svona mikið á svona stuttum tíma, sem er nottla bara frábært! Það er bara æði að vera hérna, vinnan er rosalega fín, mikið að læra, þannig sellurnar eru á fullu þessa dagana. Starfsfólkið er frábært, erum 4 Íslendingar á sama svæði og það er bara good shit! mikið talað reyndar, kannski einum of mikið!! en allavega mér líður mjög vel hérna og sé fram á góða tíma hér í Lundúnum. Svo er maður aðeins að skipuleggja páskana, fer í mat til Soffíu sem er að vinna með mér, og svo ætlum ég og Venni sem er líka að vinna með mér að gera eitthvað, býst við einhverju djammi með drengnum. Svo verður yndislegt að vakna á páskadegi og opna þetta yndislega páskaegg sem stendur á kommóðunni inn í herbergi og býður eftir að verði ráðist á sig. En ég örvænti ekki því Ragnhildur fer heim um páskana og kemur heim með meira nammi handa okkur skötuhjúunum, og auðvitað ætlar hún að færa mér lifrarpylsu, mmmmm ég slefa bara við að hugsa um það.
Er farin að horfa á eitthvað!