Eva Wonderwoman

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Það er bara......

....allt að gerast hérna í London, get svo svarið það!! Fékk símtal í dag frá þessum módelsamtökum þarna sem ég sagði ykkur frá í síðustu færslu, og já já, þau vilja fá mig á fund til sín og spurðu mig hvort ég ætti möppu! hahahahahahaaa, ég bara fokk nei, hef nú aldrei gert neitt svona áður, en gaurinn sem talaði með ítölskum hreim sagðist fara á fund í kvöld með einhverju fólki og þá yrði settur niður tími og hann ætlar að hringja í mig aftur á morgun!! Jahá, er þetta eitthvað grín eða??

17 Comments:

At 12:35 f.h., Blogger TaranTullan said...

Ó mæ lord, Eva Björk. En spennandi...
En ertu ekki búin að tékka betur á þessu á netinu, þ.e. hvort þetta er ekki alvöru módelskrifstofa í lagi og svona en ekki einhverjir nauðgarar?

 
At 12:37 f.h., Blogger TaranTullan said...

Skil samt ekki alveg þessa setningu "sagðist fara á fund í kvöld með einhverju kvöldi og þá yrði settur niður tími"
Hahahahahaaha

 
At 12:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eva mín, passaðu bara að þetta séu ekki einhverjir helv. drulludelar sem vilja fá þig í eitthv. vafasamt. Tékkaðu á nafni þessarar skrifstofu á netinu. Ég veit af reynslu að það er allt morandi í kúkalöbbum þarna, en þú ert nú svoddan bjútí að það er ekkert ólíklegt að þetta sé ðe ríl þíng. Kv. Kaja

 
At 9:25 e.h., Blogger eyglo said...

Hæ gella :) Allt að gerast í London bara! Hlakka til að lesa meira ;) Annars var massa gaman hjá mér í útlöndum, klikkað að fá rauðvínsflösku á 200 kr í súpermörkuðum í París híhí

 
At 12:48 e.h., Blogger Skottan said...

Díses, finnst bara eins og ég hafi verið að horfa á bíómynd eftir helgarfærsluna;-)Annars kemur þetta mér ekki á óvart þú ert alveg með þetta týpíska módel look, svo flott.
Ohh mín bara spennt fyrir þína hönd.
Kv
Svansa

 
At 12:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvísa.
Gladdi mig mikið að finna bloggið þitt, ég fylgist spennt með ævintýrunum, verst við náðum ekki að hittast áður en þú fórst.
Hafðu það gott.
Kveðja,
Halldóra.

 
At 9:53 f.h., Blogger TaranTullan said...

Æi nú lítur seinna kommentið mitt eins og ég sé algjör asni!! Tali bara tungum.
Ætlaru ekkert að segja okkur hvernig fór, eða hvort það væri í lagi með þessa stofu

 
At 11:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

já Eva þetta er svo spennandi að þú verður að updeita okkur reglulega,hljómar allt rosa spennó:)

 
At 9:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eva mín þú ert með þetta lúkk ég sagði það við þig manstu;)
og þegar þú verður orðin frægt módel þá máttu samt ekki beila á myndatökunni manstu;) hehe

 
At 10:54 f.h., Blogger eyglo said...

Ertu týnd??

 
At 1:00 e.h., Blogger Skottan said...

Jæja nú fer maður að hafa áhyggjur.

 
At 1:14 e.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

Nei nei elskurnar, er ekki týnd, mun blogga í kvöld og þá fáiði update!!

 
At 3:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ehmm yeasterday news eitthvad herna isss

 
At 10:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eva mín, viltu drífa þig að skrifa meira. Maður bara bíður og bíður eftir fréttum. Drífa sig sona....
Kaja

 
At 12:53 e.h., Blogger TaranTullan said...

Nákvæmlega!!
Þetta fréttaleysi fer bara með mann...

 
At 11:25 e.h., Blogger eyglo said...

Hey - við viljum blogg, við viljum blogg!! Ef þú drífir þig ekki að skrifa þá hættir maður að kíkja á þig ;) (smá hótun virkar alltaf ;)

 
At 12:05 f.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

Hey elskurnar mínar, þetta er allt að koma!! Gaman að sjá svona mörg comment, það virkar, og líka hót he he ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home