Eva Wonderwoman

föstudagur, apríl 28, 2006

Er nú ekki......

....kominn tími á blogg spyr ég nú sjálfa mig og þið sennilega líka. Júbb, það er allavega verið að hóta manni!! ;) Jæja hvað á ég nú að segja! Það sem mér finnst nú vera mest í fréttum er að Tullan mín og Jónas minn eiga von á litlum erfingja sem eru bara æðislega fréttir, ég er svo svakalega spennt sko, er strax farin að hlakka til að fá að vita kynið og fara í HM og Gap og versla smá föt, oh svo gaman. Hlakka svo til að hitta hana og sjá bumbu! Ji það verður svo skrítið, sérstaklega þar sem ég er búin að þekkja hana síðan við sátum saman hlið við hlið á kopp að gera okkar!! En það sem er að frétta af mér síðan síðast, með þetta módeldæmi, þá var hringt í mig þarna á föstudeginum og ég beðin um að koma í myndatöku fyrir svona möppu og svona prófíl hjá þeim. Þessi samtök heita Zebra Management by the way. Gaurinn bókaði mig bara strax og ég var nú svolítið hissa, þar sem ég hélt nú að þau vildu hitta mig fyrst en þá sagði hann að spottarinn, semsagt konan sem ég hitti væri svona pró og þau treystu henni alveg. Æ fannst það nú eitthvað skrítið, en svona er þetta víst. Þessi myndataka tekur aðeins minnst 4 tíma!! Svo var ég nú að fá bréf frá þeim alla þessa vikuna, og öll bréfin tvisvar sinnum. Þau halda greinilega að ég sé eitthvað treg. En já svo sagði hann, gaurinn, Anthony heitir hann víst, að það væri fullt af vinnu að fá framundan þar sem sumarið er að koma og svona, mesta vinnan yrði í blöðum og catwalking.....ég bara what the fuck!! CATWALKING!! Æ mér finnst þetta bara fyndið eiginlega! Svo sagði hann að ég mundi fá beint borgað frá þeim sem ég væri að sitja fyrir, og svo fær Zebra borgað sér, sem er soldið gott finnst mér! En.....ég frestaði þessari myndatöku þangað til næstu helgi, því ég vil aðeins hugsa mig betur um þetta! Ég er líka komin með helvítis frunsu, sem mér finnst ekki alveg virka í svona myndatökur, æ kann bara ekki við að mæta með vinkonuna svona í fyrstu myndatökuna!! Þannig ég á að fara kl. 10 um morguninn 6 maí. Þetta kemur allt í ljós.
Anyways....við Ragnhildur fórum á djammið seinustu helgi as usual, og fórum á Barfly, þetta er svona allt í móðu, þannig get voða lítið sagt, en það var allavega mjög gaman hjá okkur stöllunum!
Svo fórum við í gær á svona Rollerskating-diskó, sem var algjör snilld, geðveikt gaman, það voru 3 dansgólf eða hjólaskautagólf og þar spiluð mismunandi tónlist. Æji þetta var svo gaman nema í dag er ég búin að vera með strengi á fáránlegum stöðum, og okkur tókst gjörsamlega að hrynja á rassinn, ég einu sinni og Ragnhildur einu sinni, ha ha ha ha....Ragnhildur var fyrir framan mig að skauta og allt bara í gúddí, svo liggur hún bara allt í einu kylliflöt....eða næstum því! hún meiddi sig aðeins meira en ég! hún er búin að vera pínku aum í rassinum í dag þessi elska, svo í þokkabót er hún með hósta og kvef!! Og ég með FRUNSU!! og við erum að fara að djamma um helgina, bæði laugardags og sunnudagskvöld!! Við erum að fara til Cambridge á morgun til vinkonu hennar sem býr þar, Ingibjörg heitir hún og ég efast um að það verði nú leiðinlegt. Hlakka allavega mjög til því ég hef aldrei komið þangað.
Já svo er bara vinnan rosalega fín, er alveg að fíla mig í botn þar!!
Vá ég er búin að vera hérna í 4 vikur, shit hvað þetta er búið að líða hratt!
Hey Ian Brown er með tónleika í sjónvarpinu, verð að horfa á það. Kem með færslu eftir helgina.
Luv.

20 Comments:

At 10:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekkert smá spennó skotta mín!! wheee ég er bara ýkt spennt fyrir þína hönd! Og það hljómar bara eins og þið gellur séuð að skemmta ykkur mjög vel í stórborginni!! ;) hehehe...ég og gísli að rúla í móttökunni ídag í grenjandi rigningu..og jáh 20 morgunfúlir ABC-tröll fyrir framan okkur!!..STUÐ! :D

 
At 1:20 e.h., Blogger eyglo said...

Vú hú geggjað að fá loksins fréttir af London stelpunni :) Já kannast við svona frunsu vesen, því systir mín fær líka stundum svona - ekki gaman :( En hún hverfur fljótt ;)
Þú verður svo bara að fara að æfa labbið þitt híhí
Hafðu það gott þarna úti, knús

 
At 7:14 e.h., Blogger Skottan said...

Gott að heyra að allt er í góðu, alveg týpískt samt að fá frunsu á verstu tímum!

 
At 4:45 e.h., Blogger TaranTullan said...

Hæbb...
Já ég athuga með Converse skónna. Eru þeir til í brúnu? Ætla ekki að kaupa helvítis ljósbláa eða bleika. Ég hata þessa barnaliti hreinlega.

 
At 10:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís. Gott að heyra í þér :) Spennó þetta með módeldæmið hehe! Kveðja Sigrún Ósk

 
At 12:47 e.h., Blogger ragsy said...

hey! ég bý með þér, ég veit alveg að þú getur fundið eitthvað til að blogga um og hefur tíma til þess....á ekkert að fara að taka sig á?? þessar færslur eru so last month, skilurru...by the way, vil nota tækifærið til að segja "þú ert da bomb!! algjör gella! and i luuuv you :)

 
At 10:39 f.h., Blogger TaranTullan said...

Heyrðu nú mig, farðu nú að blogga!!!
Það sagði enginn að bloggheimar væru bara dans á rósum. Þegar maður hefur tekið þá afdrifaríku ákvörðun að gerast bloggari þá hefur maður skyldum að sinna. Það þarf að hafa fyrir þessu, gefa sér tíma, hugsa, pæla...

 
At 1:44 e.h., Blogger Sella said...

hehe gangi þér vel í catwalking og myndatökunni sem by the way er núna ;) En gott að heyra að þér líður vel í úglandinu og djammir nóg....er að verða djammþyrst hérna í prófunum, drekktu einn öl fyrir mig fyrirsæta ;)

 
At 3:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

HÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ:D var fyrst í dag að frétta af þessu bloggi frá Jónasi... um leið og ég frétti að TULLUSTELPAN ER BOMM!! jahjerna... við Gummi vorum að koma af tónleikum með Badly Drawn Boy (meiriháttar) og nú ætla ég að leggjast í sófann með einn kaldan;) Meðan ég man, við verðum í London 23-30 júlí!!! Sjáumst sæta

 
At 7:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jaanei veistu, ég held þú fáir ekki verðlaun fyrir að vera virkasti bloggarinn... ertu svona bissí að vinna að módel-karríernum;)?

 
At 11:35 f.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

he he nei Guðrún mín, get nú ekki sagt það! er alltaf á leiðinni að blogga en svo líður bara tíminn! en gaman að heyra í þér, og ég hlakka svo til að sjá þig þegar þið komið! Verðiði heila viku alveg í London?

 
At 9:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bara alveg að meika það!! Rosaflott mynd á síðunni hennar Tullu :)

 
At 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ææææji það er smá vesen komið upp... þessir Svíadjöflar neita að hleypa mér inn nema ég tali sænsku:(

ÓKEEEIII hef núna 2 vikur til að vera talandi á sænsku á sama tíma og ég er í prófum... frekar tæpt en það má reyna!

Hejdä;)

 
At 10:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey! var að sjá myndina hjá Tullu, rosa flott maður!! gangi þér vel sæta!

En svo ég klári svarið: jamm, vika í London var planið, en það veltur nottla á því að þessir sjálfumglöðu bölvuðu "frændur" okkar sjái að sér og HLEYPI MÉR INNÍ SKÓLANN SINN!!! Djövuls.

(afsakaðu orðbragðið)

 
At 10:56 f.h., Blogger TaranTullan said...

Bíddu Guðrún, ertu að fara í skiptinám?

 
At 10:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jamm, við Gummzinn vorum að reyna að komast til Lundar. Það verður hringt í mig frá Svíþjóð um mánaðamótin til að meta sænskukunnáttu mína (uppá hvort ég eigi séns inn).

Sænskukunnátta mín er: ENGIN!!
En hey, ég hef 2 vikur... ;)
Skítt með prófin:þ

 
At 11:47 f.h., Blogger Skottan said...

Jæja Eva whats up?

 
At 2:46 e.h., Blogger TaranTullan said...

Þú þarna!!!!! Lélegasti bloggari heims. Er eitthvað að frétta.

Ps til guðrúnar. Gaman að þú sért að fara til Sverge, þú massar sænskuna á nó tæm næstu daga...hehe

 
At 4:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

uff kanski madur bara bara fari ad blogga fyrir hana evu, hvad finnst ykkur um thad.. kanski a bit pointless, ef thid fattid mig.. you might aswell just read yeasterday news, not much happening.. skiluru kv venni

 
At 9:42 e.h., Blogger TaranTullan said...

Tvær vikur, tvær vikur, sem skort hefur á blogg. How low can you go sko.....mar spyr sig

 

Skrifa ummæli

<< Home