Eva Wonderwoman

mánudagur, apríl 10, 2006

Ég biðst.....

...afsökunar á þessu bloggleysi, en það mun batna skal ég segja ykkur. Maður er nú búinn að gera helling á þessum nokkrum dögum, við Ragnhildur erum nú búnar að djamma báðar helgarnar, fyrstu helgina fórum við á Old Street ásamt Þórunni og hennar vinum, fórum á einhvern bar og svo á klúbb sem ég man ekkert hvað heitir! Svo fékk ég viðbjóðslegt sár á tánna mína eftir stígvélin mín sem ætlar bara ekki að gróa, hef aldrei fengið svona slæmt sár eftir skó, og það er stundum hjartsláttur í því og alles, svo erum við búnar að stúdera Camden markað vel, þræða allar second hand búðirnar sem eru bara geggjaðar, svo erum við líka búnar að fara á Brick lane sem mér finnst ekki vera jafn skemmtilegur, þannig í dag stendur Camden upp úr.
Seinasta laugardag fórum við einmitt að djamma í Camden, á Barfly sem er mjög fínn tónleikastaður. Þannig næsta skref er eiginlega bara að flytja í Camden, en kannski ekki alveg málið núna, ég mundi þá vilja hafa Ragnhildi mína með en hún ætlar að yfirgefa mig núna í lok maí, sem verður örugglega skrítið þar sem við gerum allt saman, við búum saman, vinnum saman, borðum saman og það sama, og við erum farnar að geta lesið hugsanir hvor annarar, og það er alltaf jafn gaman hjá okkur, hef ekki hlegið svona mikið á svona stuttum tíma, sem er nottla bara frábært! Það er bara æði að vera hérna, vinnan er rosalega fín, mikið að læra, þannig sellurnar eru á fullu þessa dagana. Starfsfólkið er frábært, erum 4 Íslendingar á sama svæði og það er bara good shit! mikið talað reyndar, kannski einum of mikið!! en allavega mér líður mjög vel hérna og sé fram á góða tíma hér í Lundúnum. Svo er maður aðeins að skipuleggja páskana, fer í mat til Soffíu sem er að vinna með mér, og svo ætlum ég og Venni sem er líka að vinna með mér að gera eitthvað, býst við einhverju djammi með drengnum. Svo verður yndislegt að vakna á páskadegi og opna þetta yndislega páskaegg sem stendur á kommóðunni inn í herbergi og býður eftir að verði ráðist á sig. En ég örvænti ekki því Ragnhildur fer heim um páskana og kemur heim með meira nammi handa okkur skötuhjúunum, og auðvitað ætlar hún að færa mér lifrarpylsu, mmmmm ég slefa bara við að hugsa um það.
Er farin að horfa á eitthvað!

8 Comments:

At 11:53 e.h., Blogger eyglo said...

Hæ pæ - ég rétt svo náði að kommenta áður en ég fer til útlanda ;) Og jakk, trúi ekki ennþá að þú dýrkir lifrapylsu híhí En gleðilega páska Eva mín - njóttu eggsins... súkkulaði sko haha

 
At 1:10 f.h., Blogger TaranTullan said...

Hi hi... hjartsláttur í tánni!!

 
At 10:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega páska Eva mín! Ég mun fylgjast grannt með þér áfram...
Knús,

 
At 2:57 e.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

Takk elskurnar mínar, Eygló og Helga og gleðilega páska til ykkar líka! ;) og já Tulla massa hjartsláttur SKO!!

 
At 3:29 e.h., Blogger Skottan said...

Hva er þessi Venni dút sætur? he he. Annars spái ég að þú náir þér fljótlega í breskan ljúfling. Þig vantar örugglega járn, lifrarpylsa er stútfull af því ágæta steinefni. UMMM lifrarpylsa og grjónagrautur:-)

 
At 8:20 e.h., Blogger TaranTullan said...

Var stóra sko-ið skot á minn pistil?
Annars var ég í baði rétt í þessu í balanum mínum og Nökkvi stökk upp á gluggasylluna og var að tjilla, horfa á mig og svona. Þeir dýrka mig sko....
En það sem málið snýst nú um, er að það var kveikt kerti í syllunni og ég fer eitthvað að pæla í Nökkva sem var með kertið fyrir neðan stóra skottið sitt. Jæja ég ætla að fara að hrekja hann burtu, þegar hann greinilega setur skottið sitt í kertið og efsti parturinn af skottinu verður bara alelda á nóinu. Ég hrökk svo við að hann rauk niður og í loftinu hlýtur að hafa slokknað á skottinu. En ég sit hér skjálfandi og hálfgrenjandi, ég hef bara aldrei verið jafn hrædd næstum. Og lyktin inn í íbúðinni...
Úff, þetta var svaklegt maður.

 
At 10:35 e.h., Blogger TaranTullan said...

Veistu hvað Eva.
Ég og Erna ætlum að koma í langa helgarferð í kring um 22. júní. Hvernig líst þér á það?

 
At 9:24 f.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

Heyrðu mér líst rosalega vel á það! hvað dag mundiði koma??

 

Skrifa ummæli

<< Home