Eva Wonderwoman

mánudagur, apríl 17, 2006

Helgin í hnotskurn!

Ahhh þetta eru bara búnir að vera fínir páskar! Var nú ekki lengi að gúffa í mig heilu páskaeggi, málshátturinn sem ég fékk hljóðar svona: Háð er heimskra gaman. En það sem ég er búin að vera að bralla síðan ég skrifaði seinast er nú ekkert svaka mikið, á laugardeginum kíkti ég á Portobello Road markaðinn sem var ágætur, ekki mikið af fötum samt, þannig að það var ekkert keypt. Svo þurfti endilega að byrja að rigna þannig ég fór heim og átti svo quality kvöldstund með meðleigandanum, við horfðum á Chocolate með Johnny Depp og Must love dogs! Aðeins of stelpulegt að hans mati, en hann hafði nú bara lúmskt gaman að þessum myndum. Svo í gær byrjaði dagurinn á því að fá mér páskaegg auðvitað, og ég var þvílíkt að reyna að fela það fyrir meðleigandanum sem by the way heitir Jai, því hann er gjörsamlega vitlaus í íslenskt nammi og hann er alveg búinn að fá nóg af því síðan ég kom. Sko þegar ég kom þá færði ég Ragnhildi páskaegg og hún opnaði það eitt kvöldið og hún bauð honum að smakka, svona upp á kurteisis sakir, og hann settist bara niður og byrjaði að hakka því í sig, og opnaði pokana með namminu í og bara át og át. Þannig ég vildi nú ekki að það mundi gerast aftur, mér er alveg sama ef ykkur finnst það asnalegt, en ég meina, það er ekkert á hverjum degi núna sem ég fæ íslenskt nammi. Svo um kvöldið fór ég í mat til Soffíu sem er að vinna með mér og mannsins hennar, og var það bara yndislegt. Í matinn var læri, brúnaðar kartöflur og rauðkál og alles, svona ekta íslenskt, geggjað gott. Ég þurfti þvílíkt að hemja mig eiginlega, ég get borðað svo hratt nefnilega eins og sumir vita. Svo var bara spjallað og drukkið rauðvín, oh þetta var svo næs. Þau voru voða yndisleg að bjóða mér! Svo í dag fór ég í bæinn, fór á Starbucks sem er inn í bókabúð, þannig maður getur tekið blöð með sér, og ég er búin sitja þarna dágóða stund þegar ég tek eftir því að kona í röðinni til þess að kaupa sér kaffi er að horfa eitthvað á mig, og þegar ég næ augncontacti við hana þá fer hún úr röðinni og labbar í áttina til mín. Ég bara what the fuck, það er svo mikið að crazy fólki hérna. Hún semsagt kemur og segist vera frá módelsamtökum og spyr hvort ég hafi áhuga á að vera á skrá hjá þeim, hún tekur nafnið mitt og símann og spurði hvað ég væri gömul og allt það, og tók svo mynd af mér og lét mig fá nafnspjald! Jahá þar hafið þið það, Eva model to be!!! hmm hmm sé það ekki alveg gerast, en hey sakar ekki að vera á skrá! Já já bíðiði bara, meira sko, ég labbaði svo niður í átt að Covent Garden og er bara að labba og stoppa við búð og er svona að spá í að kaupa mér eitthvað að drekka, er eitthvað voða að spekúlera þá stendur kunnuglegur maður fyrir framan mig og er eitthvað að fikta í símanum sínum, og ég horfði nú soldið á hann....bara djöfull kannast ég við hann og þá fattaði ég!! Sean Bean leikari úr Lord of the rings maður, oh alltaf þótt hann nú soldið flottur. Hann leit upp og horfði á mig og hann fór svolítið hjá sér og brosti svo bara til mín, og þá auðvitað fór ég hjá mér og brosti til baka! Svo fór ég inn í búð og á leiðinni út labbaði einhver gella út á sama tíma og kallaði á hann, semsagt Sean, þar fékk ég þá staðfestingu á að þetta væri pottþétt hann. En jeminn hann er ekki stærri en ég og þvílíkt smár allur og grannur. Hélt svo að hann væri hávaxinn og þéttvaxnari en nei nei. Svo laumaði hann til mín símanúmerinu!
Það var alveg yndislegt veður í dag og labbaði ég að Big Ben, ekki ætlunin, en var að tala við mömmu í símann og strunsaði bara áfram, þannig ég þurfti að snúa við og tók lest frá Leicester Square, það var greinilega einhver Amish samkoma í gangi því þegar leið á lestarferðina var lestinn öll morandi af Amish fólki, bættist alltaf við fleira og fleira og allir eins, allir karlarnir í nákvæmlega eins fötum og börnin voru svona miniútgáfur af fullorðna fólkinu. Mjög skemmtilegt að sjá þetta, og konurnar voru allar með eins klippingu og í eins skóm. Svo drattaðist liðið út hjá Manor House sem er lestarstöðin á undan minni og var ég að spá í að fara út þar til að sjá meira, en kunni ekki alveg við það, hefði kannski gert það hefði ég verið með myndavélina! he he!! iii bara djók, slappiði af!
Jæja nú er ég að þvo, og ætla að fara að horfa á TV. Þetta er orðið fulllangt hjá mér, þannig until next elskurnar.....

4 Comments:

At 10:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eva bara að verða next top model í Bretlandi, það er aldeilis:)

 
At 9:35 f.h., Blogger lil said...

EVA! Það er alltof mikið að gerast hjá þér! ARG! Verð... að... komast... í... heimsókn.... :D

 
At 10:00 e.h., Blogger ragsy said...

Fokk já maður, aldrei kom neitt svona fyrir mig þegar ég kom hingað fyrst!! djö maður!!

 
At 10:39 e.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

Já Lilja ég veit þú verður að koma til mín í sumar, þú bara verður!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home