Eva Wonderwoman

föstudagur, apríl 14, 2006

Södd og sæl!

Mmmm var að elda dýrindis máltíð að mínu mati, spaghetti með svona grænu pestói, kryddað með mixed herbs og svo dreift parmesan yfir. Með þessu borðaði ég heitt hvítlauksbrauð. Þvílíkt gott. En því miður borðaði ég nú bara ein þar sem Ragnhildur er á klakanum, frekar tómlegt án hennar, en ég verð að venjast því þar sem hún flytur heim í lok Maí, og ég er eiginlega farin að kvíða fyrir því, það er alltaf svo gaman hjá okkur! En allavega ég fór á djammið í gær með Vennaboy sem er að vinna með mér, ætlaði nú ekkert að djamma en ég, hann og Ragnhildur fengum okkur bjóra eftir vinnu þannig ég ákvað að skella mér bara, fór heim fyrst til að fara í sturtu og skipta um föt, var nú soldið tipsí í sturtunni! Við fórum svo á einhverja staði í Soho sem ég man ekkert hvað heita.
Í dag kíkti ég í bæinn í þessu yndislega veðri og rölti um og kíkti aðeins í búðir, labbaði nú heilmikið þannig að kúlurassinn er allur að koma til. Já, ha ha gleymdi að segja í gær þegar ég var að taka lestina á leið á djammið þá var eldgömul kerling með engar tennur, og með fullt af pokum, hún var svo þvílíkt að tala við sjálfa sig, rífast og skammast og það endaði með því að konan við hliðina á henni spurði hana við hvern hún væri eiginlega að tala, þá sagði gamla konan just my imagination, og þá sagði hin well don´t bother, you´re in a tube now, hún lét þetta fara geðveikt í taugarnar á sér sem ég skil ekki, því mér fannst þetta bara mjög fyndið. Þannig þá svaraði dúllukerlingin bara, já reyndu að segja það við hann og benti svona til hliðar þar sem enginn stóð og fór svo að rífast og skammast við ímyndaða manninn, og segjandi honum að bíða með þetta þangað til þau væru farin úr tubinu!! Æji þetta var svo fyndið, lots of crazy people.
Svo er Tulla litla og Erna að koma til mín 22 júní og verða í nokkra daga, hlakka svo til, þá fæ ég líka meiri lifrarpylsu, namminamminamm. Svo vil ég bara fá fleira fólk til mín í heimsókn.
Over and out að sinni!

2 Comments:

At 6:01 e.h., Blogger TaranTullan said...

Hæbb
Heyrðu ég fékk alveg smsið frá þér. Ég var bara á Akureyri og átti nottlega ekki inneign. Ég hringi við tækifæri.. Það er frekar mikið að gera hjá mér þessa daganna.
Kveðja

 
At 4:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heey baby..ooh hvað ég skil vel að þú og Ragnhildur skemmtið ykkur vel saman úti og að þú munir sakna hennar þegar hún kemur hingað heim!...verður þú þá í íbúðinni hennar þarna úti áfram??..Erum að koma til London í júní-fara á tvenna tónleika (TRAAACY CHAAPMAN YESSSS) en það verður eitthvað flakk til sardinía frá london á milli tónleika ossona..en væri svoo gaman að sjá þig!! Hvernig væri svo að linka mig og coommmmennnttaa... ;) Heyrumst qtí!;)

 

Skrifa ummæli

<< Home