Eva Wonderwoman

þriðjudagur, maí 16, 2006

Ókei nú ætla.......

....ég að drulla smá bloggi frá mér. Ég skil þetta bara ekki, ég kem mér ekki í þetta. En hvað er búið að gerast, nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti og rifja upp. Áfengið hefur slæm áhrif held ég. En allavega ég var að fara til Cambrigde seinast þegar ég bloggaði. Það var alveg mjög fínt þar, djammað of course, étið og skoðað smá bæinn, þar á meðal kíkti maður á fræga háskólann sem er verulega flottur, og það væri ekki slæmt ef maður mundi komast í hann ef maður mundi sækja um! heh! og já eins og ég held ég hafi sagt þá frestaði ég myndatökunni og fór í hana laugardeginum eftir á og mörg ykkar vita allt um það, þetta var bara mjög gaman og skondið hvað þetta er lítill heimur, því stelpan sem var á undan mér var líka íslensk, við mættum eldsnemma um morguninn. Við skiptumst á númerum, þannig það er aldrei vita nema maður hringi í hana. Förum kannski saman í svona VIP partý sem við erum komnar á lista hjá! liggaliggalái!!
Já svo kom þarna ein vika þar sem var geggjað veður, við vorum ótrúlega duglegar að fara niðrí bæ eftir vinnu og í park og svona næserí.
Svo er bara djammað hverja helgi, og verður Camden Town yfirleitt fyrir valinu, það er bara svo gaman þar.
ÚÚúú svo fórum við (þegar ég segi við þá meina ég, ég og Ragnhildur) í Funfair sem var rétt hjá heima hjá okkur, ohhhh það var svo gaman, fórum í tvö tryllitæki, eða svona næstum, fórum allavega mjög hratt og á hvolf. Þetta reyndar minnti mig mjög á farandtívolíð sem var alltaf niðrá höfn! það vantaði bara landabrúsann, þótt ég hafi nú ekki farið með svoleiðis hér á yngri árum, en margir gerðu það!! Og alltaf eru jafn ógeðslegir gaurar að vinna í þessum tívolíum, sem eru svo innilega ekki að nenna að vinna sem eykur ekki alveg á traustið! En við allavega skemmtum okkur þvílíkt vel.
Æji ég hef bara ekkert svo merkilegt að segja. Það er bara rosa fínt hérna, fíla mig alveg í botn! Vantar bara lifrarpylsuna, eina með öllu nema hráum og kókómjólk. Og auðvitað litlu sætu kisuna mína! Svo er Ragnhildur að fara eftir 2 vikur, þannig við erum alltaf að plana allskonar eitthvað að gera áður en hún fer. En svo þarf hún endilega að fara eitthvað til Berlínar um næstu helgi, þannig ég er að spá í að fara til Ingibjargar í Cambrigde, hún á afmæli á laugardeginum þannig það verður tjútt!! Má ekki missa úr helgi sko.
Farin úr vinnunni, oj það er rigning!

10 Comments:

At 11:09 f.h., Blogger TaranTullan said...

Mmmmm ein með öllu nema steiktum *slurp*. Ætla skella mér, annars var gaman að heyra í þér kella. Ég verð að fara að hringa í þig, næst þegar ég fer í Stóragerðið. Læt MA og PA borga brúsann...hihi

 
At 12:03 e.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

já Tulla farðu nú að hringja í mig! þú talaðir um eftir prófin!! HA!!

 
At 11:00 f.h., Blogger TaranTullan said...

Heyrðu, ég hringdi í þig, en það svaraði ekki... það hrindi og allt, ætli þetta hafi verið rétt númer?
Málið er nebblega, að ég var soldið slöpp í gær og ætlaði að fresta símtalinu, símtalið átti semsagt að vera um það...já

 
At 4:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Naunaunau... IT'S ALIIIIIIIVE!!!!

 
At 9:24 f.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

Hey Guðrún, við verðum að hittast þegar þið komið í júlí! oh það verður svo gaman.....hvenær þarftu að spreyta þig í sænskunni??

 
At 3:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hejsan tjej! Jag kan faktiskt bara komme til London om den svenska kärringen i Lund tror jag kan prata svenska och samtyckar att titta på min ansökan för Universitetet!! i annat fall er mitt semester "not gonna happen"... Men jag har en vecka till at läre mig språket;) svo þeeetta reddast sæta svo að vi ses i London;)

 
At 9:16 f.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

hahahaha ég skildi ekki alveg allt, en ég skildi að þú ert ekki að fara í skólann í haust!! en jey ég hlakka svo til að sjá þig!

 
At 1:14 f.h., Blogger lil said...

Ég fór í heimsókn í gær til konu sem á persa, og ég skal sko segja þér það Eva að það eru EKKI allir jafn duglegir og þú við að halda feldinum á þeim við. Hugsaði mikið til Kalebs og hvað hann er alltaf hreinn og fínn og fluffy og mjúkur.

 
At 8:25 f.h., Blogger TaranTullan said...

Ég held að það hafi staðið, að í annan stað muni háskólanám Guðrúnar "not going to happen". Þ.e. ef hún verður ekki samþykkt?
Annað!!! Guðrún, þú ert bara að ná´essu...

 
At 4:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já iss, kiddstöff! þetta reddast;) en ómægod hvað ég vorkenni mér ógissla... EITT PRÓF EFTIR!!! sjitt hvað ég á bágt...
deyideyideyigubbigubbigubbipirripirripirr

 

Skrifa ummæli

<< Home