Eva Wonderwoman

mánudagur, maí 29, 2006

Yo yo babies.....

aaahhhh allt gott að frétta héðan frá Lundúnum, það er bank holiday hér í dag, útaf uppstigningardegi, frídagar sem er í miðri viku eru færðir yfir á mánudag svo fólk fái langt helgarfrí, svaka heppilegt, skil af hverju þetta er ekki gert heima. Er í smá pásu núna frá því að "flytja", er að skipta um herbergi, er að fara úr kompunni sem ég er búin að vera í síðustu tvo mánuði. Sem þýðir að Ragnhildur er að fara, snökt snökt, ég á svvoooo eftir að sakna hennar. Hún fer núna á miðvikudaginn, ji það verður pínku tómlegt án hennar, en maður verður bara að rífa sig upp úr því og bara gera það besta úr aðstæðunum. Það er nú ekki eins og ég sé palli sem er einn í heiminum. Alls ekki. En það er ekkert mikið svosem búið að gerast, fyrir utan nokkur fyndin atvik í þessu blessaða tjúbi aka neðanjarðarlest. Mikið af klikkuðu fólki hér í þessari borg.
En ég fór þarna til Cambrigde þarsíðustu helgi og það var rosalega gaman, var hjá Ingibjörgu sem átti einmitt afmæli á laugardeginum, og elduðu foreldrar hennar svakalega góðan mat, mmmm svona ekta mömmumat, íslenskt læri og svo framvegis. Alveg yndislegt fólk þar á ferð. Svo var nottla farið á djammið um kvöldið og var það mjög skemmtilegt og athyglisvert, fékk þar að kynnast nokkrum vinum Ingibjargar og Marks sem er kærastinn hennar. Svo vöknuðum við eldhress eða svona nokkurn veginn, heh, klukkan hálf 10 morguninn eftir og brunuðum í Alton Towers sem er huge tívolí og ég auðvitað missti mig í tækjunum, fæ alveg svaka kikk út úr því að fara í svona brjáluð tæki, ohhh mig langar aftur! Svo var spiluð einstaklega skemmtilegt teknó-house músík alla leiðina þangað mér og Ingibjörgu til mikillrar skemmtunar, ferðin tók sko rúma 2 tíma.
Í rauninni er þetta bara vinna hjá mér og djamm og tónleikar, sem mér finnst bara alls ekki slæmt. Við Ragnhildur erum líka búnar að vera smá duglegar að fara út að borða og njóta okkur, þar sem hún er að fara. Svo fórum við stöllur á djammið á föstudaginn, fórum á Barfly á tónleika og Þórunn kom með okkur, og vorum við ansi skrautlegar minnir mig!!! Við vorum svo frekar ónýtar á laugardeginum, en drifum okkur samt í Camden og hellirigningu, djöfulsins dugnaður alltaf á okkur, og var þar verslað smá, ohhh ég elska Camden, bara svona ef ég hef ekki tekið það fram áður......
Í gærkvöldi fórum ég og Þórunn og fengum okkur sushi og nokkra drykki og vorum við að ráðleggja smá plan saman sem ég segi ykkur seinna frá. Þegar við vitum meir.
Já svona er lífið mitt í hnotskurn, er farin að hlakka mjög til að fá Tullu bumbulíus og Ernu til mín í heimsókn 22 júní. Svo eru Guðrún og Gummi að koma til London í lok júlí! oh það verður svo gaman.... En svo ætla ég að kíkja heim í helgarferð 13 júlí og fá eina með öllu nema hráum, og nonnabita, og soðna ýsu með smjöri og kartöflum, og lifrarpylsu og.... úps get alveg gleymt mér í þessu.
Leiter skeiter elskurnar mínar.
Ta ta

11 Comments:

At 11:20 f.h., Blogger TaranTullan said...

Ég felli næstum tár yfir að Ragnhildur er að fara. Shitt Nökkvi var að skalla rúðuna, það var fluga fyrir utan....
En ég veit að það hlýtur að vera frekar erfitt að missa manneskjuna heim sem þú ert búin að hanga mest með... Ég held ég myndi fara að gráta, en ég fer nú að gráta yfir hverju sem er þessa daganna..
Hlakka líka til að koma og kíkja á þig, já og auðvitað mega vera smá bleikur og blár í flíkinni, en ég er voða hrifin af brúnu og svoleiðis núna þessa dagana, grænu og fleiru.
En ég hringi kannski í þig í vikunni, er ekki best að það gerist eftir klukkan fimm að þínum tíma, hvað er klukkan þá hjá mér?

 
At 12:12 e.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

Æji er í lagi með Nökkva minn?? oh langar svo að sjá kisurnar!! En þegar ég er búin í vinnunni, þá er klukkan 4 hjá þér, ég er klukkutíma á undan, liggaliggalái!!

 
At 12:12 e.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

Æji er í lagi með Nökkva minn?? oh langar svo að sjá kisurnar!! En þegar ég er búin í vinnunni, þá er klukkan 4 hjá þér, ég er klukkutíma á undan, liggaliggalái!!

 
At 12:13 e.h., Blogger Eva Þrususkutla said...

úpps, tvisvar, hvað er að gerast!

 
At 6:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æj hvað það er gott að geta lifað í gegnum e-n sem er að gera e-ð skemmtilegt ;) Ég trúi samt ekki að þú þekkir skemmtilegri félaga í tívolí en mig... sbr ferðina okkar í parísarhjól við höfnina í Reykjavík... held ég láti það vera að skrifa beint hvað gerðist... þú hlýtur að muna það :)
Kv. Sonja Ýr

 
At 8:04 e.h., Blogger Sella said...

ohhh vá hvað er gaman hjá þér, njóttu þess bara að vera til og versla í Camden ;) hehe veit það verður ekki erfitt!

Hlakka svo bara til að sjá þig á klakanum í júlí :)

 
At 3:34 e.h., Blogger rydeen said...

Hæ skvís :) Það tekur svona rúmlega 2 tíma að fara með lest frá St Pancras til Derby, væri gaman að hitta þig í vetur ;) Endilega addaðu mér á msn brynjab@hotmail.com! :)

 
At 8:21 e.h., Blogger Skottan said...

Verð bara leið yfir því hvað líf mitt er leiðinlegt miðað við þitt, he he. Hvað verður eiginlega um þig Eva, ertu að fara leigja ein vetur? En hvernig er með strákamálin, bara veit að Bretarnir slefa á eftir þér, er enginn Sir someone?

 
At 8:22 e.h., Blogger Skottan said...

Sorry, ég er bara svo ógeðslega forvitin;-)

 
At 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já hlakka ekkert smá mikið til að koma líka.. endilega láttu okkur vita ef við getum komið með eitthvað íslensk nammi eða eitthvað svoleiðis til þín.. Kv. Erna.

 
At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

herðö gella, hitti Halldóru í Vesturbæjarlauginni um daginn og við vorum sammála um að tilnefna þig EKKI sem bloggara ársins!! Sorry, okkur finnst þú bara ekki vera að leggja þig alla í starfið!!

 

Skrifa ummæli

<< Home